Sunnudagur til sigurs

í dag mun ég rifja upp gamla takta og keppa í kúluvarpi og langstökki á hsk móti í íþró á hellu. stuðningsmenn eru hvattir til að mæta! það var því miður ekki boðið upp á sleggju, annars hefði ég pottó verið þar sko.

ég er í fríi núna eins og má sjá þar sem ég er nettengd. á morgun held ég austur í sæluna á valtaranum mínum.

vó á þessum tveimur efnisgreinum mætti halda að ég væri kona í karlmannsgervi.

en allavega, ég vil líka hvetja ykkur kæru vinkonur og lesendur að fjölmenna í búð á selfossi sem heitir Hosiló þar sem ég er að selja peysur eins og ösp á. ef þið kaupið ekki þá misþyrmi ég ykkur með því að tala ykkur í kaf. (ég fann sko nebbla gaur sem talar enn meira en ég í vinnunni. ég er að æfa mig, eg má ekki missa titilinn)

við anna og edda fórum á djammið á föstudaginn. Það var stuð að vera boðflenna þó svo að við höfum ekki komist í séð og heyrt af þeim sökum. svo fórum við edda heim en anna ofurrokkdjammari var eftir. þar sem ég svaf á hringó og gleymdi lyklum þá tók eg önnu lykla og lofaði öllu fögru um að vakna þegar hún kæmi heim. þess vegna setti ég hringinuna Gamlársparty á hæsta styrk sem hringitón. en allt kom fyrir ekki, eg vaknaði ekki og greyið anna húkti úti undir húsvegg í endum jakka þar til alda aumkaði sér yfir ofurölvi manneskjuna úti í garði.

daginn eftir fórég svo í úber hipp og kúl búðina spútnik á laugarvegi. ég var ekki eins kúl þegar edda hringdi i mig og þessi forláta hringing glumdi um alla búð.

held samt að ég hafi náð að halda kúlinu sko.

ég er haldið gríðarlegri fortíðarþrá þessa stundina, var að skoða myndir frá okkur írenu og lesa allt bloggið okkar og ég fékk RISAstóran sting í magann. ég vil ekki verða fullorðin. ég er hætt við að byrja að drekka kaffi, sex mánaða kaffiaðlögun er farin í vaskinn. ástæðan gæti verið sú að ég þarf að borga skólann á mánudaginn (ætlaði reyndar að gera það fyrir helgi, en „gleymdi“ því óvart.)

helvítis aumingjaskapur.

en ég er farin að hita upp, hef ekki hugsað um frjálsar íþróttir síðan árið 2001, þarf að rifja upp drills held ég.

hafiði það gott og ef það er einhver sem les þetta og er á leiðinni í reykjavík seinnipartinn í dag ma sá hinn sami láta vita.

lifið heil

5 Responses to Sunnudagur til sigurs

  1. Kristín skrifar:

    Haha snilld þetta með Gamlárspartý hringitóninn 😉
    Og flott það sem þú sagðir á síðunni minni, ég vil heldur ekki vera fullorðin, það sökkar örugglega…
    En ég vona að ég hitti þig í afmælinu hjá Ásu!

  2. Björk skrifar:

    hahahahahahaha þetta er viðbjóðslega fyndinn pistill, Unnur! Hressandi svona á sunnudegi…en go go go í frjálsum, hefði nú verið gaman að vera þarna líka og rifja upp gamla takta;)
    og eitt stórt klapp fyrir töff peysur, ég er alltaf að öfundast út í peysuna hennar aspar!!!

  3. Anna Oh skrifar:

    Hahahahaha snilli

    Ég ætla að máta í kvöld þannig að þú getir byrjað á minni peysu:)

    Hlakka til að heyra sögur úr kúlunni

  4. Anna Oh skrifar:

    Og VÁ hvað ég er sammála þér með fortíðarþrána…

    fæ svona égvildióskaaðégværiennídanmörku-köst 2svar á dag að meðaltali…

  5. Bríet skrifar:

    Litla lufsa! Ertu alveg hætt að koma á Smiðjustíginn?? Svo vil ég fá Smiðjustígstengil líka!

Færðu inn athugasemd